Sól og æði
Langaði bara rétt aðeins að monta mig á því að hér í DK er endalaus blíða :) ekkert smá ljúft. Hátt í 30°c hiti og heiðskýrt - verður ekki mikið betra. Vildi óska að ég gæti legið úti í sólbaði og tannað mig en nei, ég verð víst að vera inni og læra. Er núna að skrifa lokaverkefni í einu fagi - varðandi markaðsstrategíu Grundfos - mjög áhugavert að skrifa um vatnspumpur - þið getið ímyndað ykkur :P
En ég ætla að vona að það verði gott veður á Íslandi fyrstu tvær vikurnar í júlí því að þá verð ég á klakanum - verður gott að koma heim - ekki búin að vera á Íslandi þá í 5 mánuði - tíminn er fljótur að líða!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim