17. janúar 2006

Ég mæli með!

1. Hótel Rangá ef þú vilt 100% afslöppun

2. Glæpur Gegn Diskóinu í Borgarleikhúsinu ef þig langar í frábæra kvöldskemmtun

3. Pizzunni á Pizza Hveragerði ef þú ert að deyja úr hungri eftir langa ferðahelgi

4. HOSTEL ef þú hefur gaman af splattermyndum

5. Vélsleðaferðum ef þú vilt virkilega fá útrás

12. janúar 2006

Nýtt ár og NÚNA snjór

Núna er snjórinn kominn og alveg svaka snjóflyksur!! Kennsla byrjaði aftur í vikunni þannig að núna er það vinna frá hálf níu til sjö á hverjum degi. Byrjaði nefnilega að æfa HAFIÐ BLÁA HAFIÐ í síðustu viku - liðnar tvær vikur af 6 vikna æfingatímabili. Mjög skemmtilegur barnasöngleikur - ævintýralegur. GEGGJAÐIR BÚNINGAR OG MEIKUP!! Alltaf gaman að leika í svona barnasöngleikjum.

Jiiiii... var ekki búin að tala um annan í jólum. Tók við hlutverki Ragnhildar Steinunnar í Kalla á Þakinu eina sýningu - hryllilega var það gaman. Fékk nett kikk út úr því að hoppa inn í svona ágæta rullu eftir mjög litla æfingu... var búin að horfa á Kalla á þakinu aðeins of oft á video til að festa þetta allt - farin að dreyma rulluna og þá yfirleitt var ég að klúðra öllu í draumnum. En þett gekk ofsalega vel allt saman :)

En framundan er góð helgi - leikhús á morgun: Glæpur Gegn Diskóinu og svo afslöppun um helgina, eina almennilega fríhelgin sem ég mun eiga í lengri tíma þannig að ég ætla að njóta hennar til hins ýtrasta

CIAO MY FRIENDS