12. janúar 2006

Nýtt ár og NÚNA snjór

Núna er snjórinn kominn og alveg svaka snjóflyksur!! Kennsla byrjaði aftur í vikunni þannig að núna er það vinna frá hálf níu til sjö á hverjum degi. Byrjaði nefnilega að æfa HAFIÐ BLÁA HAFIÐ í síðustu viku - liðnar tvær vikur af 6 vikna æfingatímabili. Mjög skemmtilegur barnasöngleikur - ævintýralegur. GEGGJAÐIR BÚNINGAR OG MEIKUP!! Alltaf gaman að leika í svona barnasöngleikjum.

Jiiiii... var ekki búin að tala um annan í jólum. Tók við hlutverki Ragnhildar Steinunnar í Kalla á Þakinu eina sýningu - hryllilega var það gaman. Fékk nett kikk út úr því að hoppa inn í svona ágæta rullu eftir mjög litla æfingu... var búin að horfa á Kalla á þakinu aðeins of oft á video til að festa þetta allt - farin að dreyma rulluna og þá yfirleitt var ég að klúðra öllu í draumnum. En þett gekk ofsalega vel allt saman :)

En framundan er góð helgi - leikhús á morgun: Glæpur Gegn Diskóinu og svo afslöppun um helgina, eina almennilega fríhelgin sem ég mun eiga í lengri tíma þannig að ég ætla að njóta hennar til hins ýtrasta

CIAO MY FRIENDS

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim