30. desember 2004
25. desember 2004
Gleðileg jól!!
Ég vil óska öllum gleðilegra jóla - borðið yfir ykkur, liggið í leti og njótið þess að hafa það notalegt :)
20. desember 2004
á bleiku skýi....
Yndislegur dagur, mér líður eitthvað svo ótrúlega vel.... litla hjartað mitt er svo glatt í dag... skildi þetta vera jólafílingurinn eða sú staðreynd að ég sé komin í smá jólafrí eða eitthvað annað hummm ..... en svo ég vitni bara í christmas carol - GOD BLESS US EVERYONE :)
19. desember 2004
ójá, þetta var gleðileg helgi!
ógeðslega gaman í gær!! var mætt til Ollý vel fyrir níu og strax var farið í kampavínið og þið vitið hvernig maður verður af því. Svo var drukkinn Cosmopolitan sem er besti drykkurinn :) æði skæði!! Það var ógeðslega gaman!! nú er heilsan ekki alveg sú besta en jólasúpan hennar Báru reddar manni :)
18. desember 2004
Gleðilega helgi!!
vúhú helgin komin, enginn lærdómur - fullkomið frelsi!! var frekar í rólegri kantinum í gær, ég og Cilla sæta vorum heima og horfðum á idol, borðuðum Nings og drukkum smá létt með .... vorum nett kenndar og frekar mikið málglaðar enda vorum við að kjafta til að verða 2 í nótt.
Svo er bara tjútt í kvöld, eyddi jólabónusnum í dag og keypti mér RÁNDÝR stígvél!!! en þau eru ógó flott - svo eru bara gellustælar og cosmopolitan í kvöld með Ollý og Guðný - verður bara gaman :)
16. desember 2004
EKKERT GOTT
ég hef ekkert gott að segja núna - var að klára prófið mitt - gekk ekki vel!! veit ekki hvað er með þennan kúrs, ég á örugglega aldrei eftir að klára sálfræðina út af þessum eina HÓRU kúrs!!! Garrrrgggg...... VIÐBJÓÐUR!!!
Opna!! ha!!
Gott fólk! ég vil biðja ykkur um að fá ekki hjartáfall þegar þið opnið Se og hör......... þó að mér hafi brugðið all svakalega!
10. desember 2004
Endalaust IDOL
Vá maður lifandi, Heiða er geðveik!! mér hefur alltaf fundist mikið til hennar koma frá því að ég kynntist henni fyrst í versló og hún söng í þremur nemendamótssýningum sem ég kom að á einhvern hátt.... en vá, núna bara vá....... ótrúlegt en satt hún er bara orðin betri ef það er hægt ..... og því er þessi bloggfærsla TRIBUTE til Heiðu...ótrúlega flott!!!
P.s. Áfram Ísafjörður!!
8. desember 2004
Tilkynning!!
Mikið rosalega hlakka ég til að vera búin með þetta eina próf mitt - þá þarf ég ekki að taka annað próf í háskólanum!!! þá er ég búin!!!! Nenni ekki að læra!
4. desember 2004
Idol á föstudögum!
Idolið er á föstudögum eins og hvert mannsbarn veit og verð ég að segja mér finnst stórfurðulegt hvernig valið er í hópana. Fyrsti hópurinn var yfirhöfuð ekki góður, annar hópurinn var ekkert spes og svo kemur þriðji hópurinn og þar sér maður fimm manns af 8 sem eru bara virkilega góðir. Ég hefði viljað sjá þrjá fara áfram í gær; Hildi, Einir og Guðrúnu Birnu.... mér fannst þau þrjú svakalega flott, ekki bara flottar raddir heldur líka svo góða nálægð á skjánum... fannst gaman að horfa á þau performa. Jamm, maður er alveg dottinn í Idolið!!! ekkert annað að gera þegar maður á að vera að læra en nennir því engan veginn. Ég vona bara að Einir og Guðrún komist í wildcard og áfram - þau eru bæði mjög flott.....