Idol á föstudögum!
Idolið er á föstudögum eins og hvert mannsbarn veit og verð ég að segja mér finnst stórfurðulegt hvernig valið er í hópana. Fyrsti hópurinn var yfirhöfuð ekki góður, annar hópurinn var ekkert spes og svo kemur þriðji hópurinn og þar sér maður fimm manns af 8 sem eru bara virkilega góðir. Ég hefði viljað sjá þrjá fara áfram í gær; Hildi, Einir og Guðrúnu Birnu.... mér fannst þau þrjú svakalega flott, ekki bara flottar raddir heldur líka svo góða nálægð á skjánum... fannst gaman að horfa á þau performa. Jamm, maður er alveg dottinn í Idolið!!! ekkert annað að gera þegar maður á að vera að læra en nennir því engan veginn. Ég vona bara að Einir og Guðrún komist í wildcard og áfram - þau eru bæði mjög flott.....
2 Ummæli:
Alveg er ég sammála þér, mér finnst þetta ótrúlega ósanngjörn skipting, margt gott fólk sem ekki kemst áfram!
Jamm, sammála! Guðrún Birna var mjög flott og Einir líka, alveg nauðsynlegt að fá eins og einn strák í hópinn ;o)
Skrifa ummæli
<< Heim