4. desember 2004

Idol á föstudögum!

Idolið er á föstudögum eins og hvert mannsbarn veit og verð ég að segja mér finnst stórfurðulegt hvernig valið er í hópana. Fyrsti hópurinn var yfirhöfuð ekki góður, annar hópurinn var ekkert spes og svo kemur þriðji hópurinn og þar sér maður fimm manns af 8 sem eru bara virkilega góðir. Ég hefði viljað sjá þrjá fara áfram í gær; Hildi, Einir og Guðrúnu Birnu.... mér fannst þau þrjú svakalega flott, ekki bara flottar raddir heldur líka svo góða nálægð á skjánum... fannst gaman að horfa á þau performa. Jamm, maður er alveg dottinn í Idolið!!! ekkert annað að gera þegar maður á að vera að læra en nennir því engan veginn. Ég vona bara að Einir og Guðrún komist í wildcard og áfram - þau eru bæði mjög flott.....

2 Ummæli:

Blogger Gagga Guðmunds sagði...

Alveg er ég sammála þér, mér finnst þetta ótrúlega ósanngjörn skipting, margt gott fólk sem ekki kemst áfram!

4:33 e.h.  
Blogger Harpa sagði...

Jamm, sammála! Guðrún Birna var mjög flott og Einir líka, alveg nauðsynlegt að fá eins og einn strák í hópinn ;o)

10:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim