26. desember 2002

GLEÐILEG JÓL!!!!

22. desember 2002

LOKSINS!!!! LOKSINS!!! Ég er búin í prófum - kláraði í gær!!!! Og fór á jólahlaðborð á Argentínu, alltaf gott - alltaf klassískt!!! Svo að núna hefst jólaundirbúningurinn!!!

14. desember 2002

Jæja, var að koma úr fyrsta prófinu. Gekk svona ágætlega en lenti samt í smá tímaþröng. Ég náði alveg að klára allt en það fer bara í taugarnar á manni þegar maður lítur á klukkuna, sér hvað er lítið eftir og fer að flýta sér ................... óþolandi. En mér gekk bara ágætlega þannig ég er sátt... gerði það sem kunni og ég kunni svona flest allt sem kom fram, kom stundum smá bull en það fylgir ;)

11. desember 2002

ég nenni ekki að vera í prófum - ég er búin að vera í 2ja vikna lestrarfríi og ég nenni núna ekki að fara í próf :(

9. desember 2002

súrt súrt súrt....... Gunni er að fara á fjölmiðlasýningu á Two towers á morgun kl 8 og mig langar svo með......... en ég þarf að kenna til 8:15 og það er ekki hægt að koma of seint :(
gaman gaman, ég er núna bara búin að vera að læra og læra og ekkert próf á leiðinni.... ég byrja ekki fyrr en á laugardaginn og fer þá líka í 4 próf á einni viku...... GEÐVEIKI!! Ég hlakka núna svo geðveikt til að komast í ´jólafrí - ég ætla að slappa af og lesa bækur og fara í Sporthúsið í leikfimi (fyrst að ég er með kort þar þá er eins gott að nota það). Núna hefst semsagt niðurtalning - hjá öllum öðrum eru 15 dagar til jóla en hjá mér eru þeir 12 :) Jólasveinar gang um gólf - með gyldan staf í hendi............

3. desember 2002

Nú er sorg í kotinu á Laugavegi 55 B. Depill hefur verið kvaddur - við þurftum að losa okkur við hann - búhúhúhúhú. Laugavegur 55B verður hér með kattalaust heimili en hans verður sárt saknað, þessi fallegi og gæfi mömmustrákur :(