Germanía part 2
Kannski ekki vitlaust að halda áfram með Þýskalandsferðasöguna - ég var nefnilega að fá tölvuna mína aftur, þurfti að senda hana til Íslands, AFTUR.... þannig að nú getur sagan haldið áfram með myndum :)
Dagur 3 var Sweatpantsday - var bara farið í sightseeing göngutúr um Berlín - very nice
Dagur 4 var farið í heimsókn til Coka Cola í Berlín - það var ágætis kynning enda er Coke eitt af þremur stærstu vörumkerjum heims (Microsoft og McDonalds eru hin tvö). Svo var farið aftur Sightseeing og um kvöldið var geðveikt partý þar sem við vörum með sal og DJs The Icelandic Girls sáu um tónlistina ... sem NB sló í gegn ;) - Myndin hér fyrir neðan var tekin í Sony Center í Berlín
Dagur 5 var eiginlega bara letidagur - gengum um og sóluðum okkur. Fengum BRILLIANT BRUNCH í samkynhneigðahverfinu í Berlín, skemmtilegt hverfi. Svo um kvöldið skelltum við okkur á líbanskan stað þar sem allir sátu bara á pullum og kræktu saman fótum og borðuðu þennan fína mat sem var í boði þar.
Á degi 6 var farið til Dresden en þar fórum við í mjög svo skemmtilegan TRABANT SAFARÍ. Þetta voru bílarnar sem allar fjölskyldur áttu þegar Austur Þýskaland var og hét. Og Austur Þýskar fjölskyldur tróðu fimm manna fjölskyldu inn í bílinn ásamt farangri til að fara í útilegur og ferðalög - NB. Farangurinn var settur á þakið hahaha...
1 Ummæli:
Gaman að geta fylgst með þér elsku besta frænka. Vona að kallinn hafi það gott! Kossar og knús á ykkur
Skrifa ummæli
<< Heim