Iceland express?? Lággjalda- eða þjónustufyrirtæki.
Var að lesa frétt á visi.is þar sem sagt var frá nýju afþreygingakerfi hjá Iceland Express og fór þá að hugsa hversu ofsalega Iceland Express virðist hafa villst af leið. Fyrirtækið byrjaði sem lággjaldaflugfélag, sem var þá nýr markaður á Íslandi. Ekkert hægt að segja á móti því þar sem þessi samkeppni á flugsamgöngumarkaðnum hefur gert margt gott fyrir landann. En alveg er ég orðin ringluð á þessu núna. Þegar borið saman við "No frills" business model sem m.a. Ryan Air er með þar sem allri þjónustu er haldið í lágmarki til að halda flugverði niðri, þá er afsakplega erfitt að segja að Iceland Express sé ennþá lággjalda flugfélag. Munurinn á milli Icelandair og Iceland Express er orðinn rosalega óljós og Icelandair, sem að minnsta kosti býður upp á mat um borð og sjónvarp, telst vera meira þjónustufyrirtæki en á sama tíma eru þeir oftar en ekki ódýrari. Mér finnst rosalega tæpt að Iceland Express sé að geta stimplað sig inn sem meira þjónustufyrirtæki þar sem þeir byrjuðu á því að berja þá ímynd inn í hug og hjörtu landans að þetta væri lággjaldafyrirtæki. En með þessari auknu þjónustu sem fyrirtækið er að bjóða uppá - sbr. afþreygingarkerfi sem verður til leigu og svo þessi deluxe pakki sem býður upp á flýtimeðferð og fleira - sýnist mér Iceland Express vera að reyna að stimpla sig inn sem meira þjónustufyrirtæki.
Sjálf hef ég ferðast með báðum þessum flugfélögum og finnst bæði ágæt í því að koma mér frá A til B (fyrir utan eitt atvik þar sem flugfreyjur hjá Express ýttu mér og Laufey út úr vélinni með tvö grenjandi börn, vorum að tefja þær með því að hugga börnin og ganga frá dótinu þeirra) - aðgreiningin á milli þessara tveggja fyrirtækja er svo lítil hvað varðar þau flug sem ég tek að ég vel bara það sem hefur lægra verð og það flugfélag sem hefur verið með lægra verð þessi síðustu skipti er Icelandair.
Langaði að tjá mig aðeins um þetta því að mér finnst það ofsalega spes þegar fyrirtæki eru svona reikandi í sinni ímyndasköpun - í staðinn fyrir að takmarka þjónustuna til að geta boðið upp á lowest price possible þá eru þeir að bæta við fídusum sem eiga að auka þjónustu - auka gæði þjónustunnar. Aukin gæði þýðir þá hærra verð. Þeir eru sem sagt að reyna að auka virði þjónustunnar í huga viðskiptavinanna en áður fyrr voru þeir að stimpla sig inn sem gott lággjalda flugfélag. Eru þeir sem sagt að fara núna í enn BEINNI samkeppni við Icelandair, sem er rótgróið þjónustufyrirtæki í huga landans...En ég vil segja eina ferðina enn - hef ekkert á móti fyrirtækinu en samkvæmt öllu því sem ég er að læra þá er þetta frekar spes .... ég er ringluð...