Komin heim með kristal og flensu
Kellan er komin á klakann aftur - var nú soldið fínt að koma heim. Því miður þá var ég hálf veik alla ferðina úti.... dag tvö fékk ég bullandi kvef - dag fimm var ég komin með hálsbólgu og núna er ég bara tussuleg!!!
Það verður allaveganna soldið í það að maður fari á djammið - það var tekið vel á því í Prag. Við systurnar klikkum aldrei þegar við erum saman! núna er bara verið að taka upp kristalljóskrónunna og dýraskinnsteppið sem maður keypti í Praha - snilld að versla kristal í Praha og það er eitthvað sem mann verður að gera þegar farið er til þessa snilldar lands Tékklands. Við héldum í fyrstu að Tékkar væru soldið kaldlyndir (út af kommúnismanum og svona) en ég held að þeir séu bara feimnir ;) Hittum þrjá Tékka næst síðasta kvöldið okkar.... tveir þorðu ekki að tala við okkur, vildu bara sitja á sínum stað meðan sá þriðji hljóp á milli borða, mjög spes - líflegur Tékki - eitthvað sem við vorum ekki búnar að kynnast þessa fimm daga sem liðnir voru. Þessi félagi bauð okkur meira að segja í útsýnisflug daginn eftir.... en Stefanssysturnar voru ekki alveg að hætta á það.
Við slógum náttúrulega öll met í útlandaferð - fórum í bíó!! í þynnkunni, nenntum ekkert að gera - fórum í ódýrt og FLOTT bíó :) Judge if you want!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim