25. febrúar 2005

Ædol vs Idol

Íslenska vs Bandaríska - ég vel frekar þetta Bandaríska, það eru allir sjúklegir þar..... mest skotin í þessum Mario Vasques.... nammi!! nenni varla að horfa á íslenska idolið, of safe og dull. Vona bara svo innilega að Heiða fari að sýna sitt rétta eðli og syngja einhverja orkubombu, hún þarf að garga meira og þar með TAKA ÞETTA!!

21. febrúar 2005

Kvefuð!!

Týpískt - kvefið algjörlega að hellast yfir mann núna, er eins og tuska. Hef ekki þolinmæði í eitt né nett þessa stundina - merkilegt!!

Það voru allir í sínu fínasta pússi á galakvöldi JSB - ekki leiðinlegt kvöld!! Posted by Hello

20. febrúar 2005

GALA

Það var galaárshátíð hjá JSB í gær - mikið svakalega var nú gaman:) Geðveikur matur og allir svo fínir.... fórum svo á ball á Nordica - lokakvöld Food and fun, ofsa fínt :)

9. febrúar 2005

FOR

Menning í æð! Fór að sjá verkið hennar Ernu Ómars "við erum öll Marlene Dietrich FOR" - svakalega var það magnað. Get ekki sagt að þetta sé mikið dansverk en þetta er alveg svakalega magnað!! Djö á Erna Ómars eftir að verða mikil í dansheiminum. Við erum að tala um það að það er búið að panta þetta verk, óséð, út um allan heim - enda er þetta eitthvað sem á svo við í dag í þessum heimi sem við lifum í. Þetta verk kom mér skemmtilega á óvart, fór eiginlega bara af einskærri forvitni og það var svo þess virði :)