26. febrúar 2009

Nýtt update

* Er núna komin 23 vikur og 5 daga. Las það einhver staðar að þegar maður er kominn 24 vikur þá fara læknar að tala um þetta sem barn, hætta að kalla þetta fóstur...... ég er ekki búin að hugsa um krílið mitt sem fóstur í langan tíma.... í mínum huga er þetta barn... barnið mitt.

* Erum komin með íbúð. Flytjum 15. mars í 75 fm íbúð á Silkeborgvej. Verðum alveg niðri í bæ JEI!! Þetta er þriggja herbergja íbúð og er hún alveg svaðalega rúmgóð.... fyrir utan klósettið, sem er á stærð við kústaskáp :( En íbúðin sjálf er æði. Nýbúið að taka allan stigaganginn í gegn og er verið að klára að taka í gegn græna svæðið/ leiksvæðið sem er fyrir utan húsið. Við verðum núna með herbergi fyrir gesti að gista í .... nú þarf enginn að sofa í stofunni :)

* Frumsýnum revy-sýninguna miðvikudaginn 4.mars - sýninginn heitir Gelskapelsen... sem er eiginlega bara uppspunaorð hehe - þannig að ekkert vera að kíkja í orðabókina. Það verður soldið crazy helgin núna - fáum ekki sviðið fyrr en á laugardaginn þannig að nú er málið að reyna að setja þetta allt saman .... á ennþá eftir að kenna liðinu 1-2 atriði en þau eru víst vön því að gera allt á síðustu stundu.... set inn myndir frá æfingum helgarinnar :)