27. september 2008

Tíminn líður fáránlega hratt

Mér finnst svo merkilegt hvað tíminn er fljótur að líða - allt í einu er september að verða búinn og október er bara just around the corner. Ég er soldið overwhelmed yfir því hvað er mikið framundan í skólanum - ég þarf að halda tvær kynningar á verkefnum í október og taka eitt stykki heimapróf. Þetta er eitthvað svo mikið í augnablikinu.

En ég hef fundið "my shopping weakness" - EBAY!! oh my god, snilld að búa í DK og versla á Ebay þar sem maður þarf ekki að borga þessa öfgaháu tolla eins og á Íslandi. Ég er nú þegar búin að fá mér eitt stk loðfeld, gyllt partý veski, gráan leðurjakka og loð-WRAP (sem er svona nokkurs konar sjal yfir axlirnar)... og þetta allt saman er búið að kosta um 20.000 íslenskar - sem mér finnst ekki mikið.... veit t.d. að leðurjakkinn sem ég keypti kostar úti í búð um 40.000 íslenskar, I AM TELLING YA THE TRUTH!! - Ebay er svo algjörlega málið... jólakjóllinn verður allaveganna verslaður á ebay :)

En jamm, eins og ég sagði í síðusut færslu þá er lífið komið í all svakalega rútínu hérna úti í Aarhus og í þessari rútínu eru tveir danstímar á viku. Elska það að fara í danstíma og vera bara að þjálfa sjálfa mig, er að fá svo mikið út úr þessari endurmenntun þó að þetta séu einungis tveir tímar. Ég verð nú að viðurkenna að það er mjög spes stundum að vera í þessum tíma - þ.e.a.s út af crowdinu sem er þarna. Á mánudögum er ég í Advanced Modern Jazz og þarna eru ýmist stelpur af "listadansbraut" skólans að taka auka tíma (þær eru svona 16-20 ára) og svo hópur af vinkonum sem voru í dansi hérna í gamla daga og vilja endurnýja kynnin (þær eru svona um 40 ára). Svo kem ég, litli 28 ára útlendingurinn hehe

21. september 2008

Alveg vonlaus

Er ekki hægt að segja annað en að ég er vonlaus að blogga!! Kannski af því að ég hef ekki neitt svaðalega mikið að segja. Lífið í Danaveldi er komið í svo allsvakalega rútínu að hálfa væri nóg - vakna, skóli, læra, dans/leikfimi, heim, borda, slaka, sofa. Ahamm, that is pretty much my life right now!