16. mars 2008

What is new!

Þá er maður búinn í prófum sem er mjög gott. Þetta gekk svo sem ágætlega en maður veit ekki fyrr en einkunnirnar eru komnar. Skelltum okkur í keilu eftir prófið, some quality time with the classmates, og það var bara helv.. gaman. Ég sökkaði feitt en ég notaði þá kunnáttu sem ég aflaði mér þegar við vorum að æfa On hold, og var éflaust með flottustu tilþrifin he he

Yndislegt að vera svo bara í fríi hérna úti, ekkert skólastress í heila viku - bar' godt nok. Svo kemur Þóra á föstudaginn og ætlar að vera hjá okkur yfir páskahelgina. Það verður alveg æðislegt að fá hana í heimsókn :) Vinur minn var að bjóða okkur að koma með honum út í sveit á páskadag og fara á hestbak, fjöslkyldan hans á búgarð og þau eru með 4 hesta. Tveir af þeim eru Arabískir. Þetta verður örugglega geðveikt - stunda smá útivist - hlakka mikið til :)