24. júní 2007

Nú hefjast leikar!

Þar sem við erum að fara flytja til Árósa í ágúst þá fannst mér við hæfi að byrja að blogga - láta reyna á þetta enn einu sinni. Hvort þetta muni haldast út og hvort eitthvað áhugavert og skemmtilegt muni koma fram verður að koma í ljós..

En það er sem sagt orðið officialt að ég og Hrafnkell flytjum til Árósa í ágúst. Erum núna að selja fallegu íbúðina okkar sem ég mun VIRKILEGA syrgja... við lögðum mikið á okkur þegar við fengum hana afhenta í apríl 2006 og núna í júní 2007 erum við búin að setja hana á sölu. Það er merkilegt hvað manni getur þótt VÆNT um íbúðina sína - mér finnst þetta bara flottasta íbúðin í Reykjavík, engin penthouse íbúð á 300.000.000 toppar litlu sætu risíbúðina okkar á Sólvallagötunni - sjáið bara - er hún ekki pretty!!

Svo er bara að finna íbúð í Árósum - gengur ekkert alltof vel - það eru 80 manns á undan mér að komast inn á eitt kollegie og við erum að tala um að það eru ENDALAUST mörg kollegie - það eru 600 á undan okkur í öðru.... spennandi. Þannig að við erum farin að leita á almenna markaðnum og það er nú bara ekki það auðvelt. Héldum að við höfðum fundið eina príma - svakalega flott staðsetning, fínt verð, heilir 50fm.. very promising en nei... Hrafnkell hringir í eigandann, sem reyndist vera stelpa en ég var pottþétt á auglýsingunni að þetta væri strákar (svona rosalega er danskan mín sterk) - nei nei, þá voru víst 50 manns að koma á morgun og skoða hana og greyið stelpan var ekki alveg að ná því að við gætum ekki komið og kíkt á hana þar sem við værum nú á ÍSLANDI.. þannig að hún gengur ekki alveg - erum að athuga með aðra... so keep your fingers crossed - annars byrjum við bara sem squatters í Árhúsum, skemmtilegt!

Er svo bara svona helv... spennt fyrir því að byrja í skólanum, fékk e-mail frá buddyinum mínum um daginn, honum Mikkel... maður fær svona danskan buddy sem er í skólanum til að hjálpa manni ef manni vantar einhverja aðstoð... verst að geta bara ekki fengið hann til að finna íbúð handa okkar, et stk lejlighed tak so meget!

Efnisorð: