6. apríl 2006

hetjan mín!

já hún Þóra mín fær titilinn hetja. Hún er að fara út til Bretlands á morgun að hlaupa hálfmaraþonið í Reading í Bretlandi. Þau fara þrjú saman og eru að hlaupa til styrktar krabbameinssjúkra barna. Þvílíkt framtak!!

Hægt er að fara á www.hlaup.vitum.net og er þar að finna allar upplýsingar um þetta frábæra framtak þeirra og hvernig hægt er að styrkja :) - styrkjum góðan málsstað!

4. apríl 2006

Kóngsins Köben

Henti mér aðeins til Danmerkur um helgina og komst að ýmislegu - það er ekki hægt að borða eftir kl 22, þeir týna farangri manns á flugvellinum og maturinn þar er EKKI góður...... spes!! en það er samt alltaf gaman að koma til Danaveldis :)

Og nú eru bara 6 dagar þangað til við fáum íbúðina - ég er svo hryllilega SPENNT!!!!! Ég hlakka svo til tadarararara