8. júní 2005

Vá maður!

Það er spes að maður sé virkilega að klára háskólapróf. Fékk einkunnina fyrir BA ritgerðina í dag og er bara frekar sátt.... ég er allaveganna ekki lengur með sting í maganum um hvernig útskriftin verði. Verður víst eitthvað boð í tilefni dagsins 25. júní og verður þá fagnað!! Loksins búin með BA í sálfræði jibbí!! Mér fannst eins og ég mundi aldrei klára og ef ég hefði ekki farið í þetta BA verkefni með Ollý þá væri ég örugglega endalaust að fresta því að gera ritgerðina - en ó nei, þessu var rumpað af ........ stundum getur maður bara verið montinn ;)

3. júní 2005

Breyttir tímar!

Ég hélt að þetta yrði rólegt sumar hjá mér - bara að kenna hjá Báru leikfimi og lítið annað en vitið til Íris er komin í enn einn söngleikinn...... í byrjun júlí verður hægt að sjá mig á sviði Austurbæjarbíói þar sem ég mun dansa og syngja í söngleiknum Annie - svakalega gaman :) Tomorrow, tomorrow, I'll love ye tomorrow, it's only a day away