28. janúar 2004

ÉG verð að fara að kaupa mér bíl!!!!

27. janúar 2004

Það er náttúrulega bara eyðsla á netplássi að ég skuli vera með bloggsíðu........ ég skrifa aldrei. Gleymi alltaf að ég sé með þetta. En já, það er víst komið nýtt ár - 2004. Og á þessu ári mun ég ná hinum svaðalega aldri 25 ára!!! Endalaust fyndið, þegar ég heyri að fólk sé 25 og 26 þá finnst mér það fólk vera svo endalaust eldri en ég ..... en svo kemur veruleikasjokkið. WELL, say la ví!!! En núna er síðasta háskólaönnin mín, vonandi gengur allt að óskum!! Ritgerðin er komin í gang og þessi tvö fög sem ég er í núna eru bara ÞURR!! En svona er þetta bara í sálfræðinni - mikið af þurrum fögum en líka mikið af skemmtó fögum :) Ég virðist reyndar ekki finna tíma til að læra þessa dagana - veit ekki hvað í ósköpunum ég er að gera en ég held að það sé að miklu leiti út af þessum nemendasýningum - ég held að ég hafi bara aldrei verið svona hugmyndasnauð!!!