Nú er maður búinn að skella sér til Íslands í sumar og mikið rosalega var nú gaman að sjá alla. Ég var nú vægast sagt á fullu allan tímann í heimsóknum og hittingum (lunch, kaffihús, dinner) - eitthvað sem mér finnst nú alls ekki leiðinlegt :). Núna er ég búin að sjá öll litlu börnin sem fæddust í kringum mig þetta síðastliðna hálfa ár og eru þau hver öðru fallegra. Mikið rosalega eiga allar vinkonur mínar falleg börn.
Þegar ég kom til landsins (28.júní) var farið beint á árshátíð... já eftir 10 tíma ferðalag.. þetta var árshátíð mató og var hún mjög vel lukkuð (fyrir utan eitt slys). Við hittumst á kaffihúsi, fórum í lazertag (sem NB er hryllilega skemmtilegt), stelpurnar fóru í saunu og pott í Mecca Spa á meðan ég fór heim að leggja mig (dauðþreytt og ennþá að ná mér eftir gubbupest), og svo um kvöldið fórum við til Hildar þar sem ekta Sex and the City stemmning beið okkar með kokteilum, hvítvíni (þó að ég hafi nú ekki verið að snerta mikið við víninu) og svo yndislegum mat sem var kokkaður af moi (forrétta chef) og Hildi (aðal- og eftirrétta chef). Þetta var vel lukkað kvöld í alla staði og ég hlakka til þegar næsta árshátíð verður.... eftir tvö ár.
Fór á ættarmót meðan ég var á landinu - æðislegt að upplifa eina helgi í náttúru Íslands. Æðislegt að sjá ömmu og afa og alla fjölskylduna (mömmu megin) - þetta er svo yndislegt fólk og ég er svo ánægð með að hafa náð að slá yfir 20 flugur í einu höggi og hitta þau öll :)
Jamm, núna er ég komin aftur til Árhúsa til hans Hrafnkels míns. Er í þriggja vikna sumarfríi hér og mér finnst það bara æðislegt. Það er ekki neitt sjúklega gott veður en það er ágætt. Ætlum að skella okkur á einhverja Tuborg styrktartónleika með helstu stjörnum DK, þar á meðal AQUA - BARBY GIRL hahahaha... verður örugglega bara fyndið. En við verðum nú að gera eitthvað meðan maður er í fríi - þýðir ekki að hanga bara heima.... so AQUA here I come!!!