27. janúar 2008
10. janúar 2008
Ísland - gamla Ísland
Nú er maður búinn að vera á klakanum í þrjár vikur og á eftir að vera hér í viku í viðbóð. Er búin að hafa það rosalega gott - alltaf gott að vera heima með Hra, ma, pa og sys. En svo þurfti helv.. kvefpestin að hellast yfir mig, alveg búin að vera eins og tussa þessa vikuna, en er öll að verða betri núna :)
Ég fer sem sagt heim eftir viku sem þýðir að maður verður að vera duglegur í heimsóknum og þess háttar í næstu viku áður en maður fer aftur út.... út að flytja. Jamm, erum að flytja inn í kollegium strax og við komum aftur út. Verðum ekki lengur miðbæjarrottur í Aarhus, heldur úthverfisbeyglur... en það verður gaman í sumar að búa í litlu raðhúsi með garði, já með garði :) og það er lítið 49 fm.... en N.B við erum að fara úr 42 fm undir súð.... svo að við eigum eftir að fá víðáttubrjálæði ha ha ha
Svo er það Kanarý!! Vikuferð til Kanarý í lok janúar áður en skólinn byrjar aftur. Guðrún tengdó býr þarna úti núna og við ætlum að fara og heimsækja hana og sleikja aðeins sólina... það verður sko ekki leiðinlegt áður en maður fer aftur í geðveikina í skólanum. Er með smá hnút yfir skólanum, þetta stefnir í netta geðveiki þessa önnina..
Skemmtanalífið á Íslandi er búið að koma skemmtilega á óvart eftir að ég kom aftur heim, var komin með ógeð af þessu þegar ég flutti út..... og var þá ekki búin að fara almennilega út á lífið í lengri tíma af því mér fannst það hreinlega bara svo leiðinlegt. En klakinn er búinn að koma sér aftur á kortið í skemmtanalífinu hjá mér... merkilegt nokk.