síðasti vinnudagurinn
Þá er komið að því - kl 19:30 kenni ég síðasta danstímann minn í óákveðinn tíma.... mjög spes tilfinning að vera að kveðja eitthvað sem er búið að vera svo stór hluti af manni síðastliðin misseri... en maður verður að breyta til og hlakka ég mikið til að flytja út eftir 12 daga... já bara 12 daga - þetta er stórmerkilegt, að flytja úr landi.
Við erum búin að selja íbúðina - eigum bara eftir að skrifa undir kaupsamning - fengum mjög ásættanlegt verð fyrir hana þannig að við getum farið út til DK í góðum gír
Talandi um góðan gír... Ég og Cilla skelltum okkur á tjúttið síðastliðinn föstudag og fórum í mjög skemmtilegt partý sem var með fulla nammiskál af smokkum og sleipiefnum - það fannst okkur mjög forvitnilegt og grömsuðum í þessu eins og við höfðum aldrei séð neitt þessu líkt áður :) - eins og sjá má þá fannst okkur þetta sniðugt!!