Hæ hæ og gleðilega páska.... jæja fullt búið að gerast. Var að koma frá Ísafirði, var þar frá skírdegi til páskadags - frekar ljúft - alltaf gott að vera hjá ömmu og afa. Er nýbúin að fara á tvær árshátíðar. Ég sem hélt að ég mundi ekki fara á neina en svo ákvað Birna að vera með árshátíð og líka Bára. Þar sem Birna er með færra starfsfólk þá var allt öðruvísi bragur á þeim bæ. Þær hittust allar í baðhúsinu í pottinum með bjór (en ég komst ekki þá því að ég var að sýna), svo kom Birna og sótti þær í Baðhúsið á limmu (svaka flott).... þar sem ég var ekki mætt þá var bara keyrt niður laugaveginn og Íris sótt þar ;) Eftir það var farið í mat heim til Birnu freestyle og þar var vel tjúttað. En þetta var víst ekki búið þá því að birna fór svo með okkur í karaoke í Ölveri , oh my god!!!! Þar var búið að velja lög fyrir okkur og það var ekkert hægt að segja við því MEGA GAMAN!!! Síðan var bara farið í bæinn og svo heim í Laugakot ;)
Árshátíð Báru var aðeins öðruvísi enda fjölmennari, hún var haldin í AKOGES salnum.... svaka fín og auðvitað var bara talað um dans og dansað ;) ekki leiðinlegt.... En nú er maður kominn í lestrartörn og æfingartörn þannig að það er ekkert að minnka annríkið hjá manni - en það er svosem í lagi !!!
21. apríl 2003
6. apríl 2003
Vá hvað mar er ekki duglegur að blogga!!! Jæja, fyrsta nemendasýningin búin og bara 4 eftir. Tvær fyrstu sýningarnar voru hjá Báru á laugardaginn - þessi helgi er búin að vera mjög lýjandi þar sem ég var að sýna eurovision á föstudaginn og í dag var ég að vinna verkefni í krabbó og svo á endalausum æfingum - hlakka til þegar þessi vika er búin!!!!