7. apríl 2009

Silkeborgvej 32

Þá erum við flutt... reyndar fengum við íbúðina afhenta föstudaginn 13.mars og vorum að laga hana til í vikuna þar á eftir, mála, slípa, lakka, skipta um gólf etc. Fluttum svo inn laugardaginn 21. mars. Við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir - eigum bara eftir að ganga frá smávægilegum hlutum - listar á gólfi í stofu, hengja upp myndir og svona.

En hérna eru myndir af höllinni. Fyrst kemur eldhúsið- svo er það anddyrið- fyrri myndin er semsag before og seinni myndin er eftir að við erum búin að gera okkar töfrabrögð ;)

Næst eru það baðherbergið, stofan og gestaherbergi/kontor.

Rifum niður þetta ógeðslega veggfóður - en við ætlum hins vegar að setja annað veggfóður á vegginn fyrir aftan sófann - er soldið hvítt hjá okkur núna

Að lokum er það stóra svefnherbergið

26. febrúar 2009

Nýtt update

* Er núna komin 23 vikur og 5 daga. Las það einhver staðar að þegar maður er kominn 24 vikur þá fara læknar að tala um þetta sem barn, hætta að kalla þetta fóstur...... ég er ekki búin að hugsa um krílið mitt sem fóstur í langan tíma.... í mínum huga er þetta barn... barnið mitt.

* Erum komin með íbúð. Flytjum 15. mars í 75 fm íbúð á Silkeborgvej. Verðum alveg niðri í bæ JEI!! Þetta er þriggja herbergja íbúð og er hún alveg svaðalega rúmgóð.... fyrir utan klósettið, sem er á stærð við kústaskáp :( En íbúðin sjálf er æði. Nýbúið að taka allan stigaganginn í gegn og er verið að klára að taka í gegn græna svæðið/ leiksvæðið sem er fyrir utan húsið. Við verðum núna með herbergi fyrir gesti að gista í .... nú þarf enginn að sofa í stofunni :)

* Frumsýnum revy-sýninguna miðvikudaginn 4.mars - sýninginn heitir Gelskapelsen... sem er eiginlega bara uppspunaorð hehe - þannig að ekkert vera að kíkja í orðabókina. Það verður soldið crazy helgin núna - fáum ekki sviðið fyrr en á laugardaginn þannig að nú er málið að reyna að setja þetta allt saman .... á ennþá eftir að kenna liðinu 1-2 atriði en þau eru víst vön því að gera allt á síðustu stundu.... set inn myndir frá æfingum helgarinnar :)

29. janúar 2009

I am back!!

Ég er búin að vera alveg svaðalega vonlaus í blogginu..... ekkert búið að gerast í 3 mánuði.... samt er fullt búið að gerast. Og hvar skal maður byrja...

News update:

* Er ólétt og komin 20 vikur á leið........ jamm, lítið kríli er væntanlegt í heiminn 20.júní

* Kláraði prófin með "stæl" - fékk mjög góðar einkunnir á síðustu önn og fann hvað það er sem ég vil skrifa um í lokaritgerðinni minni - social marketing. Á reyndar eftir að fá einkunnina úr því fagi og ég ætla að vona að einkunnin eigi eftir að endurspegla áhuga minn á efninu :)

* Fórum til Íslands yfir jólin - var mjög stutt stopp en ofsalega notalegt að sjá alla og tilkynna óléttuna.... jamm, það vissi enginn af því að við ættum von á kríli og mörgum brá þokkalega við að heyra fréttirnar

* Er alveg gáttuð yfir öllum þessum látum á Íslandi - fyrst endalaus mótmæli og svo ríkisstjórnin farin og allt bara blah..... verður forvitnilegt að sjá þróun mála á komandi mánuðum

* Er byrjuð að choregrapha ASB-revyen - sem er nemendaleikhúsið í Aarhusum. Þetta er mjög flott og metnaðarfull sýning en þau eiga eftir að upplifa það að hafa fyrrum Versling með í liðinu - gonna shake things up ;)

* Erum að leita að nýrri íbúð - ekki hægt að vera í 49fm íbúð með lítið barn - fyrir utan það að það er ekki einu sinni leyfilegt huhummm

Langaði að byrja aftur að skrifa á þessari síðu - það er svo margt sem maður vill tjá sig um......... svo mikið að gerast

23. október 2008

Verkefni í skólanum...

Þarf að setja þessi logo hérna til að geta notað þau í rannsókn sem ég er að gera í skólanum - stuð!!

19. október 2008

nú er bara endalaus verkefnavinna framundan!!

Jamm, það verður ekki mikið stuð á manni fram að jólum.... þrjú verkefni framunda: Viðskiptaplan fyrir lúxusbíó í Árhúsum, markaðsherferð til að hvetja fólk til að pikka upp hundakúkinn eftir hundana sína, og svo munurinn á því hvernig Spánverjar og Danir líta á vörumerki... mikið og fjölbreytt verk framundan :)

Alltaf sömu kreppufréttirnar að heiman.... maður verður bara ennþá að fylgjast með fréttunum... Spurning hvernig þetta verður þegar maður flýgur heim á klakann, á einmitt pantaðan tíma í klippingu og litun á þorláksmessu... ætli það eigi ekki eftir að kosta morðfjár!!!! En ég er ekki búin að klippa né lita hárið á mér síðan í júlí þannig að maður lætur sig hafa það............ ENNNNNN hvernig á ég að klippa og lita, langar að breyta til en veit ekki hvernig?????

14. október 2008

Eins og það sé stríðsástand heima á klakanum

Þetta eru búnar að vera svo súrealískar tvær vikur. Ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna alla daga, með músina tilbúna á refresh takkanum, að bíða eftir nýjustu fréttunum. Á sama tíma með smá hnút í maganum um að það komi einhver svaðaleg frétt sem mun breyta lífi manns að eilífu. Auðvitað eru þessar tvær vikur búnar að hafa svaðaleg áhrif á líf mitt og allra í kringum mig.. en eins og staðan er núna þá er þetta ok :)

Soldið sérkennilegt að vera Íslendingur í útlöndum, manni líður oft eins og það sé bleikur fíll í herberginu sem enginn vill tala um þegar maður er að hitta skólafélaga frá öðrum löndum. Á meðan við Íslendingarnir tölum ekki um neitt annað okkar á milli.... jammm, krepputalið er efst á baugi hjá okkur í Danmörku þessa dagana. Við bíðum bara eftir ákveðnum fréttum og vonum að þær séu jákvæðar... ef þessar fréttir koma svo neikvæðar þá munum við ekki hafa efni á því að flytja aftur til Íslands í bráð - but we will survive :) Soldið skrýtið að ein stofnun geti virkilega haft svona afdrifarík áhrif á líf manns, hvort maður verði að vera búsettur í DK um skeið eða hvort maður geti flutt aftur til fjölskyldu og vina þegar námi lýkur.

En um daginn þá fórum við stelpurnar í skvísu djamm - þýðir ekkert annað en að sleppa sér svona af og til :) - hér eru myndir

27. september 2008

Tíminn líður fáránlega hratt

Mér finnst svo merkilegt hvað tíminn er fljótur að líða - allt í einu er september að verða búinn og október er bara just around the corner. Ég er soldið overwhelmed yfir því hvað er mikið framundan í skólanum - ég þarf að halda tvær kynningar á verkefnum í október og taka eitt stykki heimapróf. Þetta er eitthvað svo mikið í augnablikinu.

En ég hef fundið "my shopping weakness" - EBAY!! oh my god, snilld að búa í DK og versla á Ebay þar sem maður þarf ekki að borga þessa öfgaháu tolla eins og á Íslandi. Ég er nú þegar búin að fá mér eitt stk loðfeld, gyllt partý veski, gráan leðurjakka og loð-WRAP (sem er svona nokkurs konar sjal yfir axlirnar)... og þetta allt saman er búið að kosta um 20.000 íslenskar - sem mér finnst ekki mikið.... veit t.d. að leðurjakkinn sem ég keypti kostar úti í búð um 40.000 íslenskar, I AM TELLING YA THE TRUTH!! - Ebay er svo algjörlega málið... jólakjóllinn verður allaveganna verslaður á ebay :)

En jamm, eins og ég sagði í síðusut færslu þá er lífið komið í all svakalega rútínu hérna úti í Aarhus og í þessari rútínu eru tveir danstímar á viku. Elska það að fara í danstíma og vera bara að þjálfa sjálfa mig, er að fá svo mikið út úr þessari endurmenntun þó að þetta séu einungis tveir tímar. Ég verð nú að viðurkenna að það er mjög spes stundum að vera í þessum tíma - þ.e.a.s út af crowdinu sem er þarna. Á mánudögum er ég í Advanced Modern Jazz og þarna eru ýmist stelpur af "listadansbraut" skólans að taka auka tíma (þær eru svona 16-20 ára) og svo hópur af vinkonum sem voru í dansi hérna í gamla daga og vilja endurnýja kynnin (þær eru svona um 40 ára). Svo kem ég, litli 28 ára útlendingurinn hehe