Bara gaman!!
jæja elskurnar, þetta er allt komið á skrið hjá okkur. Við erum komin með netið heima og sjónvarpstengingu. Skólinn er að byrja - búin að vera mjög skemmtileg kynningarvika sem endar með dúndurteiti annaðkvöld. Ég hef aldrei vitað um háskóla sem er jafn duglegur að koma nemendum sínum inn á félagslegan máta. Íslensku háskólarnir mega sér þetta til fyrirmyndar.
Það verður farið svo í "kórferð" næstu helgi - þið sem voruð í versló kveikið á því hvað ég meina þegar ég segi Kórferð. En ferðin er þannig að við förum næstkomandi föstudag beint eftir skóla og förum í einhvern skála rétt fyrir utan Alaborg. Við verðum þar fram á sunnudag og auðvitað er þetta bara leikir og fyllerí ha ha ha.... víva Versló! Það er eins og maður sé að fara aftur í framhaldsskóla nema það að maður er aldursforsetinn - 27 ára gamall..
1 Ummæli:
Það er þó betra en að vera 27 í framhaldsskóla! :( Gott að heyra að þið eruð búin að koma ykkur vel fyrir og er vel tekið. Kossar og knús í Danaveldið!
Skrifa ummæli
<< Heim