10. febrúar 2008

Skóli, 60's, Gossip girl og LÍN

Nú er maður aftur mættur til leiks hér í Aarhus og alveg nóg að gera. Fyrstu tvær vikurnar í skólanum eru búnar og einungis 4 vikur eftir og svo lokapróf. Jamm, þetta verður svona nettgeðveik önn... best að reyna að vera dugleg!!

Búin að skella mér á eitt skemmtilegt djamm, fór í afmæli fyrir rúmri viku síðan þar sem þemað var Austin Powers, djö snilld... Auðvelt að finna sér 60's outfit og þetta er NB alveg geðveikt flott tímabil!!! Og við hefðum svínvirkað í Austin Powers mynd ;)

Ég verð nú að viðurkenna að ég er hálf andlaus þessa dagana í blogginu og eflaust hef ég skrifað skemmtilegra. Maður er nú skítlélegur í samanburði við Gossip girl, sem er nýr þáttur sem maður er heldur betur dottinn inn í... komin á 5 þátt og get ekki beðið eftir að sjá meira.... en ég má ekki falla of djúpt í sjónvarpsþáttaheiminn, þarf að læra... jafnvel þótt að handritshöfundar USA sé komnir úr verkfalli, for now, og allir uppáhaldsþættirnir að koma aftur... verð að læra (heilaþvottur!!)

Það er nú eitt sem ég vil tjá mig um og það er LÍN. Ég sendi staðfesti á skólavist og frammistöðu á haustönn til LÍN. Ekkert gerist þannig að ég fer að kíkja á mína síðu hjá LÍN og þar stendur með rauðum stöfum að eitthvað skjal vanti. Ég spjalla við föður minn sem fær allan þennan LÍN póst sendan og ekki var hann búinn að fá þetta svonefnda skjal sent. Hann hringir í LÍN og dömurnar þar tjá honum það að það hafði víst ekki verið prentað út fyrr en í gær og ætti að koma til hans innan fárra daga.... það mætti halda að þau hafi verið að vonast til þess að maður hætti við lánin. Svo er ég að sækja um frest á BA lánunum, þar sem ég er tekjulaus og get því ekki greitt af þeim lánum... en nei ég fæ ekki frest núna í vor af því að ég var með tekjur yfir 1,9 mill í laun árið 2007. Halda þau að maður sé ennþá að lifa á þessum litlu aurum sem maður var með í laun í FYRRA og á ég að geta borgað gömlu lánin með þessu ímynduðu peningum.... það er víst ekki hægt þannig að ég verð bara að nota námslánin til að borga gömlu námslánin og helst lifa á loftinu og hjóla allt sem ég þarf að fara, því ekki fæ ég hærri námslán fyrir vikið!!... algjört rugl, jafnrétti til náms my assss...

1 Ummæli:

Blogger Cilla sagði...

Vá hvað ég skil þig með þetta Lín dæmi, skoðaði það sko alveg í kjölinn áður en ég fór í skólann og þar sem þeir eru ekki mikið fyrir einmitt netta jafnrétti til náms þá ákvað ég bara að taka námið með vinnu.

3:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim