Danir spes ... Kent rules
Skelltum okkur á tónleika síðastliðinn föstudag á sænsku rokkarana í KENT. Ég, Hrafnkell og Michael (þýskur skólabróðir minn) byrjuðum á því að snæða alvöru Íslenskan burger, með hamborgarasósu og alles og skelltum okkur svo á tónleikana. Húsið opnaði kl 20 og tónleikarnir byrjuðu 21, og við vissum að það væri einhver upphitunarhljómsveit. Eins og allir týpískir Íslendingar, þá vorum við ekkert að stressa okkur. Ætluðum að taka strætó 21:07 og sjá smá af upphituninni.. og bjuggumst alveg við því að þurfa að bíða í röð.
Við erum svo að labba í strætó og vitið til.. hann keyrir framhjá okkur, hann kom of snemma og bara rauk framhjá. Djö hvað gerir maður þá... Við byrjuðum á að labba aðeins áleiðis í þeirri von að ná leigara. En enginn leigubíll var á ferð. Við sjáum þá eina Bláa rútu og hoppum upp í hana, gott mál.. Vorum þá komin á hljómleikana kl 21:40... Héldum nú að það væri í lagi..
En það var svo enginn röð... hvað var í gangi?
Við förum inn og þá eru KENT byrjaðir ..... WHAT!!... var upphitunin bara í hálftíma.... nei hún var í korter... við vorum búin að missa af tæpum hálftíma... WHAT!! Danir eru aðeins of ýktir í stundvísinni.
Við troðum okkur svo fremst... við erum jú Íslendingar... og vorum ekki að skilja... þetta voru rokktónleikar og enginn hreyfðist. Allir stóðu bara og hlustuðu og sötruðu bjór. Michael vinur minn, sem er N.B. tæpir 2 metrar, gat ekki hamið sig og fór að hoppa... eini maðurinn í nánast allri þvögunni sem hoppaði (ég var nú eitthvað að dilla mér, kannski ekki að hoppa). Mér fannst þessi tónleika menning alveg spes... plús það, að fólk var alltaf að fara úr þvögunni til að fá sér meira bjór og þegar það var komið í meiri gír, þá var það eiginlega bara gjarnara á að skála reglulega í átt að hljómsveitinni... mjög spes allt saman.
En tónleikarnir voru snilld - virkilega góðir......... Ég fíla KENT!! og ég var SKO farin að hoppa í lokin :)
1 Ummæli:
Kíkið á þetta.... þeir eru geðveikir!!
http://www.youtube.com/watch?v=7RhDR-ks6vI
Skrifa ummæli
<< Heim