27. febrúar 2006

Glæpurinn, Hafið og Euro

Mikið búið að vera í gangi ;) Frumsýndum Hafið Bláa 19. febrúar og það gekk bara svona glimrandi vel - þó ég segi sjálf frá þá er þetta stórglæsileg sýning - mjög flott fyrir augað.... Núna er ég byrjuð að vinna fyrir strákana í Glæpnum Gegn Diskóinu - hjálpa þeim að selja á sýningun, enda frábær sýning sem allir ættu að fara á!!

Búið að ganga frá lánum fyrir Sólvallagötu 74 þannig að það fer að koma að því að maður skrifi undir kaupsamning - mann er fullorðinn ;) Núna er ég orðin sjúk í það að velja mér í búið - búin að ákveða að safna Rozendahl vörum, finnst þær bara flottar ha ha og núna loksins fá fallegu bjórglösin mín að fara upp í myndalegan glerskáp ;) Ég hlakka svo til!!!!!!!!!!

Já svo var Eurovision um daginn, svaka stemmning þrátt fyrir mjög ýkta þreytu hjá sumum - frumsýning daginn eftir - eftir geðsjúka keyrsluviku....... en þetta var gaman og það kom mjög fáum á óvart að Silvía vann - aðal spennan var að sjá hverjir yrðu í 2. og 3. sæti :)

1 Ummæli:

Blogger isamaja sagði...

Á að vera í lagi núna :) - bara velja anonymous

10:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim