22. maí 2008

The end of Germany

Ég veit ég veit - hryllilega léleg í blogginu en núna ætla ég allaveganna að klára Þýskalands söguna :)

Dagur 7 - fórum frá Dresden í Audi umboðið í kynningu. Þar tók á móti okkur þessi myndarlegi maður og við stelpurnar hugsuðum, jæja allaveganna smá eyecandy. En svo fór hann að tala - mesta karlrembuSVÍN í heimi. Byrjaði náttúrulega á því að vorkenna stelpunum - við vitum náttúrulega ekkert um bíla - við eigum náttúrulega bara að halda okkur heima - svo fór hann að tala um hvað Audi væri bara fyrir ríkt, sjálfsumglatt fólk(umorðað út frá því hvernig ég skildi þetta)... Jamm, ég tók þá ákvörðun eftir þetta að ég ætla ALDREI að eiga AUDI.

En svo var farið til Munich - I LIKE MUNICH. Vorum á svona alvöru hosteli, svona eins og maður sér í kvikmyndum. Fullt af fólki þar og herbergi fyrir 6 manns minimum. Við vorum nýkomin á svæðið þá var ferðinni heitið á "oktoberfest" - auðvitað ekki októberfest í apríl en Hofbrauhaus er risastór þýskur veitingastaður sem er alltaf með októberfest þar sem maður kemst ekki upp með neitt annað en að drekka bjór 1 l. krús. Þetta var náttúrulega bara skemmtilegt kvöld - mikið hlegið, sungið og dansað. Átti víst að henda okkur út á tímapunkti - sem ég skil ekki því að það voru allir þarna inni syngjandi og gargandi.

Þessi staður lokaði kl 24 - enda ekki skynsamlegt að hafa opið lengur því að þá væri ekki hægt að koma fólk út vegna ölvunar... svo að við skelltum okkur á lítinn klúbb/pöbb and danced the night away :)

Dagur 8 - sváfum út og fórum svo í kynningu hjá Sony BMG. Get ekki sagt að það hafi verið spennandi kynning - stelpan sem sá um hana var svo stressuð að það var ekki eðlilegt. Annars var dagurinn mikill letidagur sem endaði á frábærum ítölskum veitingastað og rólegheitum.

Dagur 9 - sightseeing in Munich. Jamm, ekki verra að hafa okkar "own personal tourguide". Gengum um Munich og skoðuðum hitt og þetta.

Þetta var hinn rólegasti dagur þangað til okkur var hent út af Sushi stað - já okkur var hent út úr sushi stað í hádeginu. Get ómögulega sagt af hverju. Fórum þarna inn þrjú til að fá okkur sushi - matseðill var á veggnum þannig að við þurftum að standa upp til að skoða hann - það fór eitthvað í pirrurnar á þjóninum. Svo pöntuðum við stóran platta af sushi og vildum TABWATER (þarf víst að biðja um það ef maður vill ekki þurfa að borga 2 evrur fyrir vatn). Kerlingin sem var að aðstoða okkur varð víst eitthvað pirruð yfir því og sagði "við getum ekki verið að standa í þessu núna - viljiði fara - það er annar staður rétt hjá sem þið getið farið á" - við vorum í SJOKKI.... munið að panta EKKI tabwater á Sushi stöðum í Munich!!

Um kvöldið var kíkt aðeins út á mjög flottan Lounch - very cool - very Icelandic - og þar af leiðandi ALLT of dýrt fyrir Danina sem vildu frekar drekka ódýran bjór á hostelinu þannig að eina ferðina enn voru það THE INTERNATIONALS sem voru að leyfa sér að drekka góða kokteila og borða góðan mat ;)

Dagur 10 - Heimferðardagur. Nú var kominn tími til að leggja af stað í 14 klst rútuferð. En fyrst komum við við í Dachau útrýmingarbúðirnar.... ég get eiginlega ekki skrifað mikið um það en get sagt að það var mjög áhrifamikið. Set inn nokkrar myndir af Dachau og endilega bara að spyrja ef þið viljið forvitnast eitthvað um það sem sést á myndunum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim