Örstutt um páskana
Get ekki sagt að ég hafi verið öflug í blogginu núna.... en finnst nú að ég ætti að minnast aðeins á páskana. Páskana sem við ákváðum að eyða í Aarhus, í stað þess að fara heim á klakann. En við fengum góða heimsókn um páskahelgina en hún Þóra mín kom og eyddi helginni með okkur. Það var BARA gaman að fá hana í heimsókn :)
Við fórum á listasafn, út að borða, út að skemmta okkur, shopping, á hestbak, spiluðum, horfðum á video, tarketpractice, fórum að hjóla, fórum í traditional danskan páskamat í Dönsku sveitasetri - which was gorgeous... Jamm, það var mikið gert þessa stuttu helgi, og náðum við að fá sitthvað af hverju, afslöppun, skemmtun, útivist, íslenskum páskamat með öllu tilheyrandi, og svo danskan páskamat... mjög fínir páskar í Aarhus :)
Hér eru nokkrar myndir:
2 Ummæli:
Rétt að minnast á það að ég flaug af baki - viðbjóður.... en svona kemur fyrir besta fólk...
Þér til varnar er enginn alvöru hestamanneskja nema að hafa flogið að minnsta kosti einu sinni af baki!!! I should know...alin upp á hestbaki - eða svona svo gott sem!
Skrifa ummæli
<< Heim