Germanía part 1
Jæja, þá er best að skrifa eitthvað skemmtilegt um Þýskalandsferðina góðu og eflaust þá pósta einhverjar skemmtilegar myndir með því... Byrjum á Degi 1:
Það var mæting kl 5:40 upp í skóla föstudagsmorguninn 28.mars. Allir voru nú frekar myglaðir eftir alltof lítinn svefn. Við keyrðum beint yfir til Hamburg þar sem við hittum starfsfólk í markaðsdeild Unilever. Þau sögðu okkur margt og mikið um starf þeirra sem markaðsfólk - það klingdi í nemendahópnum við þessa kynningu: "ok, svo að þetta er það sem við erum kannski að fara að vinna við - very interesting". Eftir Hamborgar(a) ferðina var keyrt beint til Berlín. Spennandi borg, Berlín, skítug og hrá en um leið sjarmerandi.... við komum þá að hostelinu okkar... það var bátur, við áttum að gista næstu 5 nætur í húsbáti og voru herbergin TINY. Ég, Marta og Laufey vorum þrjár í fjagra manna herbergi (neðri og efri koja og svo eitt SEMI tveggja manna rúm). Ég tók neðri kojuna, Marta og Laufey tóku tveggja manna rúmið, og töskurnar okkar fengu efri kojuna.
Um kvöldið fór allt liðið, 32 hræður, saman á mjög töff Lounge - Loungemenningin er mikil í Þýskalandi, skemmtistaðir með kósý, kúl sófum, lounge músik og kokteilum - þar fengum við mjög skemmtilega matarsamsetningu, vítnamskan mat og tyrkneskar/ítalskar samlokur - mjög international...
Dagur tvö var nú vægast sagt MJÖG viðburðaríkur!! við byrjuðum á því að kíkja aðeins í búðir í Berlín - girls have to do what girls have to do!
Núna þurftum við eitthvað gott að borða og KOKTEIL - eins og við má búast þá varð þetta fyrsta djammkvöldð - fólk verður að jafna sig eftir svona lífsreynslu. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld fyrir utan smá fótaþreytu í sumum.... huhummm... jamm, það er hægt að segja "I have been in many peoples shoes", Marta og Laufey klæddust svaðalega flottum skóm sem voru víst ekki alltof góðir til lengri tíma litið þannig að það var soldið mikið um skóskipti þetta kvöld til að auðvelda þeim lífið - merkilegt að einhver annar en ég hafi getað notað mína íní míní skó.
Tvær í geðshræringu eftir mjög svo spes sýningu - en að borða besta Shanghai mat ever.....
STORIES FROM GERMANY TO BE CONTINUED
2 Ummæli:
Virðist hafa verið svakalega gaman hjá ykkur! Komið þið eitthvað heim í sumar? Kossar og knús á þig yndisleg
Til hamingju með kallinn! Knús og kossar
Skrifa ummæli
<< Heim