25. maí 2008

Cilla, Þóra og Eurovision

Helgina 15-20 maí fékk ég heimsókn frá Cillu og Þóru. Var alveg yndislegt að fá þær báðar tvær í heimsókn og við áttum mjög skemmtilegar stundir í sólinni í Aarhus. Cilla hefur orðið svo fræg að upplifa háskólastemmninguna í Klubben - sem er skólabarinn sem er the hottest place to be á fimmtudögum. Svo var einnig shoppað, farið í minigolf, út að borða, út að dansa og sitthvað fleira. Takk æðislega fyrir komuna stelpur :)

Svo var Eurovision í gær og ég verð nú bara að segja að ég er mjög ánægð með Íslendingana - í fyrsta lagi að komast upp úr undanúrslitunum og svo að toppa bæði Svía og Dani í úrslitunum - en NB sænska lagið komst ekki einu sinni á topp 10 listann í undanúrslitunum, þeim var troðið inn af einhverri sérstakri dómnefnd - WHAT THE F... Ég var einmitt stödd í Europartýi með sænsku nágrönnunum, dönsku vinapari þeirra og færeysku nágrönnunum... Ég verð nú að segja að það var smá vegis glott á minni þegar Danir gáfu okkur 12 stig og við fórum upp fyrir þá ;)

Svo var ég að horfa á MTV í gær (sem er eitthvað sem ég geri mjög sjaldan) og í hverju einasta auglýsingahlé þá var spiluð styttri útgáfa af Shady Lady laginu frá Úkraínu - eigum við að ræða auglýsingaherferð. Það var sem sagt bara verið að heilaþvo þá ungu Evrópu sem horfir á MTV. En ein spurning - er Eurovision nógu kúl fyrir þá sem horfa á MTV að staðaldri hummmm... En þeir náðu laginu í annað sætið og rúsneski stripparinn vann og skauta"drottningin" er komin með enn annan titilinn :P

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Lagið sem vann er hörmung! hefði frekar viljað sjá shady lady í fyrsta sætinu, það er aðeins skárra...eeen við áttum nóttla að vinna heheheh

6:35 e.h.  
Blogger Cilla sagði...

Takk æðislega fyrir mig snúlla :D Ég skemmti mér rosalega vel :) Gaman að sjá hvað það er næs þarna úti í Árhúsum :)

Vinningslagið var hörmung og franska lagið var æði og sænski stigakynnirinn rústaði eurovision þetta árið :D

6:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim