Gleðilegt nýtt ár gott fólk´!!! ég er ekki búin að vera dugleg að blogga í jólafríinu enda er þetta búið að vera í einhverju rugli - allaveganna í minni tölvu. Áramótin voru mjög fín, dúndurpartý hjá Þórhildi og Hannesi. 3. jan var svo farið aftur að djamma (ekkert frí) en þá var langþráð kennarapartý hjá Birnu Björns, geggjað gaman. Þetta var teiti sem búið var að undirbúa í langan tíma þannig að maður missti af afmælismatnum hans Hannesar, en það er ekki hægt að gera allt :( Helgin núna var svo bara róleg. Vorum að passa hjá foreldrum hans Gunna. Þau voru að fara erlendis yfir helgi og systir hans var að fara út í 6 mán þannig að við settumst að í Kópavoginum yfir eina helgi hjá Arnari Boga. Það var bara mjög fínt. Fengum Berglindi og Gumma í heimsókn á laugardagskveldinu og var þá kjaftað, borðaðir ostar, drukkið rauðvín og plönuð utanlandsferð sem við ætlum að fara í sumar, ekki leiðinlegt :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim