Nú er enn ein helgin liðin og eins og svo oft áður þá verða rólegar helgar EKKI rólegar. Við fórum á laugardaginn í sumarbústað til Berglindar og Gumma, geðveikt flottur bústaður - með pott, dvd , playstation og vélsleða..... Á laugardagskveldinu vorum við í rólegheitum, elduðum geðveikan mat, sötruðum létt, fórum í pottinn og spiluðum - snilldarkvöld.... og svo á sunnudeginum var farið á vélsleðann JEI!!! Íris fékk að fara ein, fór yfir vatnið og allt (þorði hins vegar ekki að stökkva)..
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim