Íslenska þjóðin klæðist sorgarklæðum
Við fórum ekki áfram í úrslitin í Eurovision. Landinn situr nú heima og skilur ekkert, Selma er svo æði, af hverju vildi Evrópa hana ekki og af hverju valdi Evrópa frekar litlu Lettana sem sungu rammfalskt um að stríðið væri ekki búið.... Nú verður lítið um öll þau eurovision partý sem búið var að plana um helgina - kannski verður þetta bara fyrir vikið mesta fylleríshelgin þar sem allir drekka sorgum sínum og setja út á allt sem hinar þjóðirnar eru að gera í Eurovision. Íslendingar munu syrgja þetta næstu vikuna en svo verðum við farin að tala um eitthvað annað - þetta er ekki heimsendir, nálægt því, en þó ekki heimsendir. Af hverju vildi Evrópa ekki Selmu okkar, sáu þeir ekki hvað hún er mikið talentabúnt.... well, Íslendingar klæðast kannski svörtu á laugardaginn, syrgja tónlistarsmekk Evrópubúa.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim