úfff, þetta er búin að vera erfið helgi..... enda þegar ég vaknaði í morgun þá vaknaði ég ekki!!! ég hreinlega varð að sofa lengur. En á föstudaginn átti ég afmæli og fór í mat til mömmu og pabba, rosa gott - uppáhaldskjúklingarétturinn minn :) og ég fékk fullt af afmælisgjöfum, gaman gaman :) Á laugardaginn þá var ég bara heima að taka allt í gegn því að ég vissi að ég hefði engan tíma til að þrífa á sunnudeginum, um kvöldið fór ég svo á Beyglurnar í Iðnó með stelpunum (Þórhildi , Lilju, Katrínu og Hildi. Beyglurnar voru svo sem ágætar.... ég bjóst við meiru en þetta var hin fínasta kvöldskemmtun. Ég og Hildur fórum svo á kaffihúsarölt eftir leikhúsið og þegar ég kom heim var Íris ekki kát. Íbúðin var FULL af fullum handboltagæjum - getið ýmindað ykkur hvað sumir voru ósáttir!!! Á sunnudaginn þurfti maður sem sagt að fara aftur að þrífa því að sumir voru of þunnir til að standa við gefin orð %&$"#$"&//""#. Fengum svo gesti,Magga, Valur, Einar, Rúnar og Helena kíktu í brunch. Seinna fór ég í barnaafmæli og svo að kíkja á tökur á videoinu með Igore og svo var ég komin heim og búin að gera allt tiptop þegar stelpurnar kíktu til mín í afmæliskaffi - dagurinn byrjaði stressandi en endaði mjög vel :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim