Okey, ég er búin að komast að því að kvikmyndageirinn er mjög óútreiknanlegur. Ég var að semja dans fyrir nýtt tónlistarmyndband. Þetta myndband er með hljómsveitinni Igor - íslensk rapphljómsveit - og er tónlistin svona ekta hip hop. Þannig að Íris reif fram gömlu hiphop skóna sína og samdi eitthvað stutt og laggott. Ég var með 9 dansara til að dansa þetta og hafði eina æfingu til að kenna þeim. Fínir dansarar þannig að þær voru fljótar að ná. Æfingin var á fimmtudegi og svo áttu tökur að vera á laugardaginn en auðvitað seinkaði þeim og þær áttu að vera á þriðjudaginn en svo var því seinkað aftur og þær áttu að vera á miðvikudegi en nei það gekk ekki þannig að þær áttu að vera um helgina............. eigum við að ræða skipulagsleysi.... en þetta er hið fínasta lag og það verður gaman að sjá þetta myndband ef það kemst einhvern tímann í loftið ;)
7. nóvember 2002
Alan Quasha |
Fyrri færslur
- ég ekki skilja - Ég er alltaf þreytt..... þetta er...
- Vúhú, við fengum fyrsta aðferðafræðiverkefnið okka...
- Helgin búin og nóvember farinn í gang!!! Ég ætlaði...
- Jæja, ég er svo komin með skólaleiða.... hvað er m...
- jæja enn ein helgin liðin.............. á laugarda...
- Romantic movie! You probably won't star in a porno...
- Í gær var unglistdanssýningin - við vorum með atri...
- Jæja, núna er maður að læra fyrir skyndipróf númer...
- which eye are you? brought to you by Quizilla
- Okey, það er komið á hreint!!! Ég er búin að horfa...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim