4. nóvember 2002

Helgin búin og nóvember farinn í gang!!! Ég ætlaði nú bara að vera róleg þessa helgi, það var fundur á ORO hjá JSB og svo var Tóta sæta búin að bjóða mér í bíó á Sweet Alabama kl 20. En því miður þá drógst fundurinn svoldið og ekki var byrjað að borða fyrr en að verða 20 og þá ekki búið að ræða allt það sem átti að ræða þannig að ég varð því miður að afboða mig í bíóferðina (sorry Þórhildur, ég veit að það er ömurlegt að láta vita á síðustu stundu að maður ætli ekki að nota miðann :( ) En fyrst að maður var á þessum stað og búinn að afboða sig í bíó þá leyfði maður sér að fá sér einn bjór og hvítvín með matnum. Þessi eini bjór var fljótt orðinn aðeins víðameiri og voru flestir orðnir vel hressir þegar búið var að ræða öll mál á dagskrá. Og eitt skal ég segja - það var bersýnilegt að þarna voru dansarar á ferð því að það var ekki talað um NEITT annað - ekki leiðinlegt þar sem það kemur ekki oft upp að maður lendi í þannig félagsskap. En Íris var ekki lengi enda var hún komin heim á milli 1 og 2 þegar aðrir voru farnir að tjútta á skemmtistöðum borgarinnar. Á laugardaginn var íbúðin tekin í gegn - Gunni er búinn að vera heima síðan á fimmtudagsmorgun að horfa á video og jafna sig eftir mjög leiðinlega tannaðgerð þannig að nú þýddi ekkert annað en að hreinsa út letifílinginn í íbúðinni. Um kvöldið sátum við kornin og slöppuðum af og fengum okkur 1-2 bjóra. Helgin endaði svo á lúxus mat alla mútta....... nammi namm!!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim