I am back!!
Ég er búin að vera alveg svaðalega vonlaus í blogginu..... ekkert búið að gerast í 3 mánuði.... samt er fullt búið að gerast. Og hvar skal maður byrja...
News update:
* Er ólétt og komin 20 vikur á leið........ jamm, lítið kríli er væntanlegt í heiminn 20.júní
* Kláraði prófin með "stæl" - fékk mjög góðar einkunnir á síðustu önn og fann hvað það er sem ég vil skrifa um í lokaritgerðinni minni - social marketing. Á reyndar eftir að fá einkunnina úr því fagi og ég ætla að vona að einkunnin eigi eftir að endurspegla áhuga minn á efninu :)
* Fórum til Íslands yfir jólin - var mjög stutt stopp en ofsalega notalegt að sjá alla og tilkynna óléttuna.... jamm, það vissi enginn af því að við ættum von á kríli og mörgum brá þokkalega við að heyra fréttirnar
* Er alveg gáttuð yfir öllum þessum látum á Íslandi - fyrst endalaus mótmæli og svo ríkisstjórnin farin og allt bara blah..... verður forvitnilegt að sjá þróun mála á komandi mánuðum
* Er byrjuð að choregrapha ASB-revyen - sem er nemendaleikhúsið í Aarhusum. Þetta er mjög flott og metnaðarfull sýning en þau eiga eftir að upplifa það að hafa fyrrum Versling með í liðinu - gonna shake things up ;)
* Erum að leita að nýrri íbúð - ekki hægt að vera í 49fm íbúð með lítið barn - fyrir utan það að það er ekki einu sinni leyfilegt huhummm
Langaði að byrja aftur að skrifa á þessari síðu - það er svo margt sem maður vill tjá sig um......... svo mikið að gerast
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim