Silkeborgvej 32
Þá erum við flutt... reyndar fengum við íbúðina afhenta föstudaginn 13.mars og vorum að laga hana til í vikuna þar á eftir, mála, slípa, lakka, skipta um gólf etc. Fluttum svo inn laugardaginn 21. mars. Við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir - eigum bara eftir að ganga frá smávægilegum hlutum - listar á gólfi í stofu, hengja upp myndir og svona.
En hérna eru myndir af höllinni. Fyrst kemur eldhúsið- svo er það anddyrið- fyrri myndin er semsag before og seinni myndin er eftir að við erum búin að gera okkar töfrabrögð ;)
Næst eru það baðherbergið, stofan og gestaherbergi/kontor.
Rifum niður þetta ógeðslega veggfóður - en við ætlum hins vegar að setja annað veggfóður á vegginn fyrir aftan sófann - er soldið hvítt hjá okkur núna
Að lokum er það stóra svefnherbergið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim