Jæja, Íris er búin að vera dugleg upp á síðkastið. ´Tók tveggja daga djamm um helgina (hef ekki gert það síðan ég var í versló). Ég og Ollý vinkona skelltum okkur í vísó hjá sálfræðinni - í VÍS. Svakalega flott vísindaferð, flottar veitingar og vel veitt af hvítvíni. Glösin okkar voru aldrei tóm - þau hjá VÍS voru mjög dugleg að fylla á. Fórum svo á Kapital - gamli Thomsen og svo á Palace - einhver nýr staður........... en maður endaði náttúrulega, líkt og svo oft áður, á Vegamótum....
Á laugardaginn var svo afmæli hjá Tótu og rautt pæjupartý hjá Guffu - brjálað stuð, karaoke og læti ;) Jæja, nú er ég komin í djammpásu - allaveganna fram að næstu helgi ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim