24. maí 2004

jæja, frumsýningin á dansleikhúsinu var núna á þriðjudaginn. Gekk bara mjög vel miðað við það að daginn áður slasaðist ég. HVAÐ ER MÁLIÐ!! Ég hef aldrei verið jafn mikið slösuð og núna þessa síðastliðnu tvo mánuði. Tognaði aftan í lærinu, framan á lærinu og í bakinu og núna færðist til eitthvað bein í ökklanum á mér!!!! Nennni ekki þessu bulli! En við fengum samt mjög góða dóma fyrir dansleikhúsið - bersýnilega ekki sést mikið að ég var meidd og gat ekki hoppað :( En ökklinn er allur að koma til - súrt að þurfa alltaf að vera súkkulaði á FAME æfingum. En helgin var skemmtileg - á miðvikudaginn fór ég á Romeo og júlíu GEÐVEIKT!!! FLOTTAST !!! TRUFLAÐ!!! svo kíkti ég til Ollýar og ég, hún, Þóra og Cilla kíktum aðeins í bæinn. Var nú samt frekar róleg þar sem ég varð að passa fótinn minnn. Á föstudaginn hófst miðasalan á FAME og það seldust e-ð um 1000 miðar fyrsta klukkutímann - ekki slæmt. FAME liðið fór svo saman að borða á Fridays, nokkrum bjórum slátrað en rólegt samt sem áður. Laugardagskveldið var hins vegar tjútt..... mögnuð stúdentsveisla hjá Gurrý og enn magnaðra afmælispartý hjá Kötu...... takk fyrir mig !!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim